Aftur á uphafssíðu
 
IMON
Á döfinni
Upplýsingar
Krækjur
Auglýsingar
Myndir

ÞORRABLÓT ÍMON - 8.FEBRÚAR 2014

Laugardaginn 8.febrúar verður Þorrablót Íslendingafélagsins í Malmö haldið.
Blótið verður haldið í Motettens Folkets Hus við Munkhättegatan 202. Húsið opnar klukkan 18:00 og verður matur borinn fram um klukkan 19:00.

Gallerí Fisk mun sjá um matinn á blótinu sem að sjálfsögðu verður ekta íslenskur þorramatur með öllu tilheyrandi.
Á boðstólum verður hlaðborð af bæði ný- og súrmeti, til dæmis súrsaðir hrútspungar, súrar bringur og lundabaggar, hangikjöt, ný- og súr sviðasulta, blóðmör og lifrarpylsa.
Saltfiskstappa, rófustappa, síldarréttir og hákarl er svo eitthvað sem margir bíða eflaust eftir að geta hámað í sig.
Auðvitað verða svo flatkökur, rúgbrauð, smjör, kartöflur og ekta íslenskur uppstúfur.

Að loknu borðhaldi mun Víkingasveitin leika fyrir dansi eins og þeim einum er lagið.
Að sjálfsögðu verður bar á staðnum þar sem drykkir verða seldir á mjög svo sanngjörnu verði.

Miðaverð á blótið verður einungis 300 krónur, fyrir þá sem panta og greiða miða fyrir 27.janúar.
Einnig verður hægt að greiða miða á staðnum en þá kostar miðinn 350 krónur.
Athugið að panta þarf miða fyrir 27.janúar sama hvort hann verður greiddur á blótinu eða fyrir blótið.

Ekki missa af frábæru íslensku þorrablóti - pantið miða sem fyrst!
Blótið í fyrra heppnaðist frábærlega og vonandi náum við að gera enn betur í ár.
Endilega látið alla Íslendinga í Malmö og nágrenni vita af blótinu og sköpum alvöru íslenska stemmningu saman.

Pantið miða með því að senda póst á formadur@imon.se eða með því að hringja í síma 0707-227067 eða 0735-269305.

Stjórn ÍMON


 


 

 Islandsfisk i Varberg AB |  Marmorgatan 19| 432 38 Varberg | SWEDEN
Tel. +46 (0) 340-35620 | Fax. +46 (0) 340-35185 | islandsfisk@islandsfisk.se
Það er alltaf eitthvað að gerast á BRYGGEN


LÆS MERE OM NORDATLANTENS BRYGGES ØVRIGE KULTURPROGRAM PÅ WWW.BRYGGEN.DK

Nordatlantens Brygge • Strandgade 91 • Christianshavn • 1401 København K • 32833700 • bryggen@bryggen.dk

Hittumst á facebook


s
________Íslendingafélagið í malmö og nágrenni
Póstfang:
Per Albin Hanssons väg 4
214 32
Malmö


Félagsheimili:

Lugnagatan 43_______________
Sími:
040 970098
    Við höfum fengið  Free Hit Counter heimsóknir
Síðast uppfært 9/1 2014 @2002